Þriðjudagur 10. júní 2025

Veðrið í dag er sérstaklega gott.

Mjúkt, rómantískt, vinalegt.

Sólin sýnir sig og skýjin halda sig annars staðar.

Við mælum með sólgleraugum, spáin er svo góð.

Spá fyrir lengra komna:

Í dag lýsir tunglið sólina af öfund – farðu varlega í kringum spegla.

Það sem þú sérð endurspeglast er kannski ekki þú, heldur hugsun sem hafði ekki form fyrr en nú. Speglar verða eins konar gluggar í veðrinu í dag. Þeir sýna aðra birtu en þá sem lýsir rýminu þínu.

Sagt er að þegar tunglið verður öfundsjúkt, þá byrji það að hreyfa sig aðeins hraðar.

Ef þú horfir nógu lengi á skuggann þinn, gæti hann blikkað þig.

Þetta er dagur þar sem ljós brotnar öðruvísi, þar sem litir líta út fyrir að vera úr tengslum við sjálfa sig.

Mælt er með að stilla ljósin á heimilinu mjúklega og forðast sterka birtu.

Ef þú horfir í spegil og líður eins og eitthvað annað horfi til baka, vertu róleg/ur/t. Það er bara spegilmyndin að virða þig fyrir sér. Láttu hana tala.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *