Öllum veðurpökkum fylgir sérstakt pdf skjal, kysst af veðurguðinum sem lifir í servernum okkar, sem hægt er að prenta út eða lát blessa snjalltækin sín að innan.
Þú átt þetta skilið.
Það er engin sérstök ástæða en þú átt þetta bara skilið.
6 klst
Með stöku skýjaslæðu en ekkert að ráði.
Vindur fer ekki yfir 10 m/s
Þægilegt veður, hægt að vera í stuttbuxum en gott að hafa peysu til vara fyrir kulvísa.
Engin rigning
7500
Þú ert að halda partý og vilt tryggja hott veður.
Þú ert hott. Heppnin fylgir þér
12 klst
Alveg heiðskýrt, með skýjabakka á sjóndeildarhringinum sem færast aldrei nær. Þú veist að veðrið er betra hjá þér en þar.
Vindurinn fer ekki yfir 5 m/s
Almennilegur hiti. Ekki hægt að kvarta.
Ekki dropi í 12 klst
19.900
Öllu tjaldað til. Þú ert lúxus.
Þú stjórnar veðrinu.
Ekki ský á himni í 12-18 klst
Svo mikið logn að fólk veltir því fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi.
Íslenskur hiti - sem sagt meiri en ef þú værir í sama hita á Tene. Heitt. Svo heitt að það er hægt að kvarta yfir því en ekki svo heitt að neinn hlusti á kvartið.
Ekki dropi. Alveg þurrt.
Regnbogar sem birtast öðru hverju og enginn veit hvernig það er mögulegt. Ekki spyrja.
Sólmyrkvi, en bara ef veðurguðinn elskar þig.
75.000
Guðrún K.
Jónína K.
Patrik A.