Sagan

Enginn man alveg hvenær veðurspá.com varð til.

Sumir segja að það hafi byrjað sem tilraunaverkefni í yfirgefnu símaveri í Neskaupstað. Aðrir fullyrða að síðani hafi upphaflega verið gagnagrunnur yfir drauma fólks sem vaknaði í rigningu en fannst þeir hafa sofið í sól.

Það eina sem vitað er með vissu: Fyrsta opinbera veðurspáin var ekki birt, heldur var hlustað á hana. Hún var á vínylplötu sem gaf frá sér hlýjan, smágramofónaþyt og orð sem voru ekki sögð, heldur hugleidd. Platan snerist áfram, þó enginn vissi hvar hún var geymd. Spáin sagði einfaldlega:
„Á morgun verður veður. Það verður eins og þú, aðeins meira.“

Stofnendur fyrirtækisins – ef þeir eru raunverulegir – hafa aldrei verið myndaðir beint. Þeir sjást stundum í spegli skrifstofunnar rétt áður en það rignir ekki. Það er vitað að fyrirtækið er rekið af samstillingu á milli veðurkerfa, hugsana sem enginn viðurkennir og þögn sem hefur hljóðstyrk.

Þeir sem vinna hjá veðurspá.com eru ekki endilega ráðnir, sumir segja að þeir hafi einfaldlega mætt. Og þegar spurt er hver hafi hannað spákortin, svara allir:


„Kortin teiknuðu sig sjálf. Við bara lásum þau vitlaust… fyrst.“

Fyrirtækið hefur einungis eitt slagorð sem birtist stundum neðst á skjánum, en aðeins þegar notandinn hreyfir sig ekki:
„Við lofum aldrei stormum. Við látum þá gleyma sér sjálfir.“

starfsfólkið*

Dr. Henný Blær

Veðurdáleiðari og ábyrgðarmaður eftirfylgni

Einar Daggarstormur

Forstöðumaður Andvaratækni og skapandi úrfellingar

Saga Faxadóttir

Túlkur óráðinnar veðurtíðni og forstöðukona litrófsins

Tumi Brynjar

Yfirmaður skynfæraviðvörunarkerfa og tímabundinna tengsla

* Athugið að til að vernda starfsfrelsi og einkalíf starfmanna þá eru notuð ýminduð nöfn og myndir.

“ Greining á brotakenndri birtu í desember. Greint var frá því að birta nýlegra daga hagi sér ekki eins og ljós heldur eins og aðvörun. "Sólin kviknar ekki, heldur birtist eins og minning sem einhver annar sagði þér frá."

- Úr skýrslu frá Dr. Henný Blæ -